Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Velkomin!

Jæja? Hvernig líst ykkur á? Maður er náttúrulega ekki nörður meðal narða ef maður á ekki sitt eigið lén. Tilvalin útskriftargjöf handa nördessum eins og mér. 🙂

Hérna hef ég miklu meira frjálsræði yfir útliti og uppsetningu og auk þess get ég vistað allar myndir og svona hérna en þarf ekki að níðast á rhi lengur 🙂 Þó ég sé búin að vera með reikning hjá þeim síðan 1994 þá getur maður víst ekki reiknað með því að það endist mikið lengur. Ekki nema ég taki konuna í nemendaskráningunni á orðinu og skrái mig í hjúkrun. Hmmm…

Ég sat og tvíkaði til lúkkið á þessu aðfararnótt laugardags þegar jarðskjálftarnir riðu hérna yfir Reykjavíkursvæðið og ég fattaði í gær þegar ég var komin langt frá öllum tölvum að ég get aldrei orðið fréttamaður. Við narðaparið sátum í sitthvorum hægindastólnum með lappana á löppunum og dáðumst að jarðskjálftunum en ég fattaði náttla ekkert að segja frá því á blogginu. Það duttu m.a.s. hlutir ofan af skápum hjá okkur. Var að vísu bara sæng og koddi þannig að skaðinn var ekki mikill… 😉

Ástæðan fyrir því að við vorum fjarri tölvunum okkar var sú að við fórum í 70 ára afmæli föðursystur minnar á ættaróðal þeirra vestur í Gilsfirði. Það var risaveisla í hlöðunni þar sem borin var þríréttuð máltíð ofan í 50 gesti. Rauðvín og hrein sveitaballastemmning og sofið í tjöldum á bæjartúninu.

Hápunktur helgarinnar var samt að fara út að sigla með Helgu og Tóta á föstudaginn. Eins og myndirnar gefa til kynna þá var það smooth sailing. Og ég varð ekkert sjóveik! 🙂

MDsigla.jpgMDSigla2.jpg

🙂
MD


6 Comments

 1. raritet says:

  til hamingju ofurkona með nýja lénið. þetta er reglulega smart. í guðs bænum farðu samt ekki í hjúkrun það yrði bara gerfahverfið afturgengið: ?á ég að sprauta honum?

 2. Hronnsa says:

  til lukku og takk fyrir promoid! alltaf gott ad vera vel tengdur… 😉

 3. Belle says:

  Til hamingju með flottar síður. Loksins orðin alvöru nörður (er ekki til kvenkyns útgáfa af orðinu nörður? Narða? Nörðína? Njeh…).

 4. Hjörvar says:

  Til hamingju með nýja heimilið!

 5. Hjörvar says:

  Til hamingju með nýja heimilið!

 6. MD says:

  Ég var einmitt að spá í kvk útgáfu af orðinu nörður.
  Á ensku yrði það líklega nerdette eða nerdesse en á þýsku nerdin. Eina sem mér datt í hug fyrir íslensku var njarðynja/nörðynja en það er ekki nógu þjált… hmmm… hvað dettur fólki í hug?

  Sumir vilja líklega meina að það vantaði ekki orð yfir kvk nerði vegna þess að by definition gæti fólk ekki verið kvk OG nörður…

Comments are now closed.