Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Kvennamál

Frábærar greinar bæði á Misbehaving og hjá Helgu. Kjarnakonur þar á ferð sem lýsa hlutunum eins og þeir eru.

Ég lærði það af mömmu að standa upp á stól alltaf þegar ég get og hrópa “áfram stelpur!” en reynsla mín hefur verið sú að konur eru ekki yfirleitt til í að gera það.

Ég vann hjá sama fyrirtæki og þessi stelpnahópur sem Helga talar um. Samkvæmt þessum hóp voru stelpur sem unnu hjá fyrirtækinu annað hvort með þeim í hóp eða á móti þeim (les. vinkonur þeirra eða vinkonur okkar). Þannig var að ein stelpa var ráðin til að vinna við forritun á innra kerfinu okkar og lenti því í sama húsi og stelpnahópurinn. Þær eignuðu sér þá stelpu. Hún fékk t.d. ekki að sitja í hádegismat með hinum stelpunum í fyrirtækinu eða í raun að kynnast okkur. Ég kynntist henni síðar og hún lýsti þessu fyrir mér. Hvernig hana langaði til að kynnast fleirum í fyrirtækinu en það var ekki hægt án þess að hreinlega bíta frá sér.

Það sem fór samt mest fyrir brjóstið (brjóstin?) á þeim var hvað við fengum mikla athygli hjá strákunum sem við unnum með. Meiri en þær! Í einu partýinu ákváðu þær að snúa vörn í sókn. Það var jafnframt sorglegustu samskipti okkar við þessar stelpur. Eina vopnið sem þeim fannst þær hafa var sexið. Nudda sér utan í strákana (téð brjóst). Kveikja áhuga með tilvísun í lesbískar fantasíur. Þær vöktu athygli. Sannarlega. Og seinna um nóttina dönsuðu þær á skrifborðinu mínu. Á mánudagsmorgni voru þær gleymdar. Fyrir utan nokkrar stafrænar ljósmyndir sem var talað um að eyða.

Ef það hefði farið minna af orkunni í að draga í dilka, öfundast og baknaga þá hefðum við kannski getað byggt okkur upp ágætis tengslanet.

Þegar karlmenn slást þá nota þeir hnefann. Þegar stelpur slást nota þær neglurnar. Og miða á augun. Markmiðið er ekki að berjast heldur að valda skaða. Ég hélt lengi vel að þessi skoðun mín ætti einmitt rætur í því þegar ég lenti síðast í verulegum útistöðum. Það var stelpnahópur sem lagði mig í einelti þegar ég var yngri og ég hef æ síðan verið tortryggin gagnvart stelpnahópum. En ég er s.s. búin að læra að þessar skólasystur mínar voru engin undantekningartilfelli.

Strákar eru í keppni. Eftir keppni takast menn í hendur. Átök eru hluti af leiknum. Konur taka hlutum persónulega. Og þær gera hluti persónulega. Átök á persónulegu nótunum eru ekki miðuð að því að leysa vandamál heldur valda skaða.

(Okok, alhæfing, staðalmynd, fordómar. Tökum þá umræðu síðar).

🙂
MD


No Comments

Comments are now closed.