Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Til varnar ljóskunni

Þó það sé altalað að við systurnar höfum engan húmor þá stóð ég mig að því um daginn að lesa grein um húmor. Greinin var í Tímariti Morgunblaðsins og var mjög merkileg. Þar var fjallað um hina gömlu þrautreyndu formúlu:

Tragedía + Tími = Kómedía

Var farið yfir stærstu tragedíur síðari tíma og velt upp spurningunni hvenær við mættum fara að hlæja að þeim. Hvenær má fara að því að hlæja að 11. september 2001? Hvenær má fara að hlæja að flóðbylgjunum í Indónesíu? Hvenær má fara að hlæja að snjóflóðunum? Mjög flottar pælingar og góð grein.

Hugmyndin um húmor var rædd, hvernig viðhorf og hugmyndir um ‘normal’ hegðun skína í gegnum húmorinn. Hvernig við fjöllum um ákveðna þjóðfélagshópa og hegðun þeirra. Hvernig við megum segja allt í brandara sem ekki má segja upphátt. Í brandara þarf maður ekki að vera pólítískt rétthugsandi, tillitsamur eða aumingjagóður. Klassíkt dæmi eru náttúrulega Hafnarfjarðarbrandarar.

Eins og höfundur greinarinnar, Sigurbjörg Þrastardóttir, segir sjálf eru þeir fyrst og fremst græskulaust grín sem hefur lítið með upprunann að gera. Hafnfirðingar skilja þetta og taka það því ekki nærri sér að það sé hlegið svoldið að þeim.

Allt öðru máli gegnir þó með ljóskurbrandara samkvæmt höfundi. Þeir eru rætnir og í þeim býr andstaða við jafnrétti og kvenfyrirlitning.

Uh…

Það má sem sagt gera grín að Hafnfirðingum. Samkvæmt greininni má m.a.s. gera grín að atburðunum 11. september, lituðu fólki, Eþíópíubúum, samkynhneigðum og fólki vegna trúar þeirra. En ekki ljóskum. Alls ekki ljóskum.

Eh…

Greinarhöfundur segir að Hafnarfjarðarbrandarar séu græskulaust grín sem hafi ekkert með Hafnarfjörð að gera. En hún segir að ljóskubrandarar séu rætnir. Hún lætur að því liggja að meðan það er ekkert að marka Hafnarfjarðarbrandara þá sé eitthvað að marka ljóskubrandara.

Hægan! Hægan!

Hvernig vogar hún sér?

Hvernig VOGAR hún sér?

Nú kemur það kannski lesendum á óvart að fólk sem ég hitti hefur tilhneigingu til að segja mér ljóskubrandara. Ég hef heyrt alla ljóskubrandara sem til eru. Fimm sinnum. Margir þeirra eru fyndnir, m.a.s. í fimmta sinn.

Ég hef alltaf litið á ljóskubrandara eins og Hafnfirðingabrandara. Með því að hlæja að þeim eru þeir bitlausir. Merkingarlausir. Græskulausir. Það er hreinlega móðgandi að gefa þeim vigt með því að láta þá fara í taugarnar á sér.

🙂
MD


1 Comment

  1. Já ég hef sennilega heyrt jafnmarga hæðabrandara og þú ljóskubrandara. Þetta er svona álíka og það má svo sannarlega gera grín að þeim sem eru litlir en ekki þeim sem eru feitir. Þannig að ef eins og Siggi lenti í að svara fyrir sig með setningunni “en ég get ekkert gert í því að vera lítill en þú getur þó farið í megrun” og Siggi var skammaður þó hann hefði einfaldlega bara verið að svara fyrir sig.

    Já lífið er skrýtið og það gerir það þess virði að lifa því eða hvað ….!!!???

Comments are now closed.