Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

“Do [women] really exist anymore in this business?”

Ég var að dunda mér við að lesa blogga um daginn og rakst á bloggfærslu þar sem höfundur var að tala um að hann hefði ákveðið að hann langaði ekki að vinna hjá Google og þess vegna afboðað sig í atvinnuviðtal hjá þeim. Þetta fannst mörgum fáránlegt viðhorf og því spunnust heilmiklar umræður um vinnu, vinnustaði og vinnuviðtöl. Týpískar kommentaumræður með hæfilegu magni af misskilningi, andmælum og meðmælum. Ekkert til frásagnar enn sem komið er svo ég skannaði frekar hratt yfir kommentin.

Það var því helber tilviljun að ég skautaði ekki yfir komment frá sænskum gaur sem sagði sína reynslu af því að sækja um vinnu í hugbúnaðarbransanum í Svíþjóð. Sem algjörri hliðarhugsun skaut hann inn setningu sem vakti athygli mína. Raunar gerði mig orðlausa. Hann segir:

( BTW the job had actually been given to a woman, do they really exist anymore in this business? I have been working for six years in three different companys and I have never worked with a woman).

Hann er ekkert að pirra sig á því að kona fékk starfið sem hann sótti um, honum fannst þetta bara staðreynd sem hann langaði að koma að.

Og Vá!

Vaaaá!

Þessi maður hefur unnið í 6 í hugbúnaðarbransanum og hann hefur ALDREI unnið með konu?? ALDREI? Og það er ekki eins og hann búi í Afghanistan. Hann býr í Svíþjóð!

Þetta er Bjössa-reglan. Í þróunarteymi er líklegra finna tvo nafna en tvær konur.

Ég hef unnið með fleiri konum í sænska hugbúnaðarbransanum en hann! Reyndar, þá hef ég unnið með slúnk af sænskum hugbúnaðarfyrirtækjum og alltaf hitt þar fyrir konur. Það er líka reynsla Hjalla sem hefur líka unnið talsvert í Svíþjóð.

Hvernig í ósköpunum fer hann þá að því að hitta aldrei konur? Hvurslags fyrirtæki eru það? Ég er satt að segja mjög forvitin.

Það vakti athygli Hjalla í haust þegar hann flutti Spurl á mínar fornu slóðir á Snorrabraut 56 að í fyrirtækinu voru 4 fyrirtæki með samtals um 20 starfsmenn. Engin stelpa. (Núna hefur reyndar verið bætt úr þessu og það eru komnar heilar 2 stelpur á hæðina.)

En hvernig gerist þetta?

Smáfyrirtæki hafa oft þau einkenni að vinátta ræður því miklu fremur en annað hver er ráðinn. Stofnendurnir leitast við að ráða þá sem þeir þekkja og þar sem við erum líkleg til að þekkja fólk sem er líkt okkur eru svona fyrirtæki alveg svakalega einsleit fyrstu árin. Og þar sem strákar eru líklegri en stelpur til að stofna sprotafyrirtæki þá eru vinir þeirra líklegri til að vinna þar fyrstu árin og þeir eru líklegri til að vera strákar. Fyrirtæki þurfa sem sagt að vera orðin ákveðið stór til að stelpurnar fái að leika með.

Er þetta sennileg kenning?

En öm.

*dæs*
MD


8 Comments

 1. Já, algengasta villan í ráðningum er “like-me” (ég er góð(ur), allir sem eru líkir mér eru líka góðir) og restin er safn af félagssálfræðilegum matsvillum þannig að auðvitað er líklegra að það verði einsleitir hópar í litlum fyrirtæki og ef stofnendur eru hvítir ungir karlmenn þá er jú líklegra að þeir ráði hvíta unga karlmenn 😉

 2. Viðar says:

  Paul Graham: (http://paulgraham.com/ideas.html)
  “When you realize that successful startups tend to have multiple founders who were already friends, a possible explanation emerges. People’s best friends are likely to be of the same sex, and if one group is a minority in some population, pairs of them will be a minority squared.”

 3. = Y = says:

  áhugavert – og að mestu leiti ugglaust rétt.

  En það er fleira í þessu sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Spurningin um að fá inn (oft á low-budget) einstaklinga sem þú veist að hafa sama dræf og þú til að koma upp fyrirtækinu. Auk þess sem líklegt er að þú þekkir fyrir styrkleika og veikleika þeirra og getur unnið út frá þeim.

  Punkturinn hans Tryggva er 100% réttur – en ég hefði meiri áhyggjur af honum þegar fyrirtækið er komið á koppinn og er komið með ferla við ráðningar – sem síðan verða ekki eins gagnlegir og ella þar sem einstaklingurinn sem sér um ráðningarnar fellur í “like-me” gildruna.

  Mig minnir að Malcolm Gladwell hafi verið að tala um þetta í Blink (ef maður má vitna í svoleiðis sálfræðiklám við hóp af sálfræðimenntuðu fólki)þegar hann talar um ráðningar við Boston Sinfóníuna þar sem kvenfólk var ekki ráðið sem 1. fiðla fyrr en farið var í “blindar” áheyrnir þar sem þeir sem voru í prufu voru hafðir bak við tjald til að bias:inn kæmi ekki fram.
  (Mig minnir amk. að þetta hafi verið í Blink).

 4. MD says:

  Laukrétt – þetta var í Blink. Og merkilegt hvernig fólk sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingar lætur allt annað en það sem skiptir máli skipta máli þegar það dæmir frammistöðu.

  Ekkert sálfræðiklám í Blink – snilldarbók og vel þess virði að kynna sér hana. 🙂

  Til hamingju með frumburðinn, btw 🙂

  Ég skil líka mjög vel að það er ekki endilega best að ráða þann sem er hæfastur, sá sem er ráðinn verður líka að ganga inn í hópinn sem hann þarf að vinna með. Þannig er auðveldara að ráða þá sem maður þekkir og eins og þú bendir á þá þekkir maður þeirra veikleika og styrkleika fyrir. Sá sem þú þekkir er líka búinn að byggja upp traust og tryggð. Ekki bara við fyrirtækið heldur þig. Þannig fólk leggur sig meira fram en einhver sem er ekki með neitt lagt undir. Svona tryggð er gríðarlega mikils virði, MBA fólk eyðir formúgu í það að búa til svona tryggð á hópeflisnámskeiðum.

  Þannig að þetta virkar til að byrja með. Málið er síðan einmitt að átta sig áður en maður er kominn með torfu af fólki sem horfir á hlutina sömu augum. Hefur sömu skoðanir og kemst að sömu niðurstöðu.

  Kannski sækir gaurinn sem ég vitnaði í í að vinna í fyrirtækjum sem eru einmitt af þessari stærð. Kannski þrífst hann einmitt best í torfunni en kann ekki við sig þegar fjölbreytning eykst?

 5. Það eru ALLIR (lesist tveir) að tala um Blink 😉 greinilegt að hún þarf að fara á jólabókalestrarlistann…

 6. = Y = says:

  Tjakk tjakk – þessi nýja er reyndar kríli nr. 2. en gleðin er ekkert minni þar fyrir.

  But digressing a bit. Ertu þá búin að lesa The Tipping Point eftir Malcolm Gladwell líka? Ætli hún sé þess virði að setja tíma í hana?

  Tryggvi – BLINK BLINK BLINK BLINK… hún er alveg fín, en er einhvern veginn aðeins langdregin og mætti fara nánar í ákveðna þætti umfjöllunarefnisins. En ef maður er ekki alveg dofinn ætti hún að gefa manni ástæðu til að hugsa sig aðeins um.

 7. MD says:

  Ég las líka Tipping Point í beinu framhaldi af Blink og hafði gaman af. Er ekki sammála að hún sé langdregin, fannst þær báðar auðlesnar, vel rannsakaðar og fasínerende. Mæli með þeim báðum á listann, Tryggvi!

  🙂

 8. = Y = says:

  Ok – ég var með stytta útgáfu á iPodinum (keypt á Audible.com). Mér finnst þetta efni sem ég hefði heldur kosið lesa á pappír.
  En ætli ég freystist þá ekki til að kaupa Tipping point.

Comments are now closed.