Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Virkt verðlagseftirlit

Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu setti fram þá hugmynd um daginn að verðlagseftirlit ætti heima á vefnum. Það mætti setja upp vefsíðu sem sýndi verðið núna.

Mér finnst þetta frábær hugmynd og henni ættu allir að taka fagnandi, neytendur og verslunarmenn. Hópur af athafnasömu fólki hefur hefur m.a.s. drifið í því að setja upp vef sem þar sem maður getur flett upp á hagstæðasta bensínverðinu á hverjum tíma.

Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta frábær hugmynd er sú að hérna fengi maður alvöru verðlagseftirlit. Það vita allir að verslanir breyta verðum, stundum oft á dag. Og það er bara eðlilegt. Ef verslun vill létta á eftirmiðdögunum hjá sér þá getur það lækkað verðið fyrir hádegi á þriðjudögum, hækkað það á fimmtudagseftirmiðdögum. Þetta er magnað stjórntæki fyrir verslanirnar. En bara ef einhver veit af því. Og ef ég væri jafn hagsýn húsmóðir og hún móðir mín þá myndi ég notfæra mér það.

Win/win staða fyrir alla. Finnur Árnason forstjóri Haga er m.a.s. sammála mér.

Þetta hljómar ekki erfitt tæknilega. Þessar upplýsingar liggja allar í kassakerfum búðanna og þau gera örugglega ráð fyrir því að hægt sé að sækja í þau upplýsingar. Þess vegna trúi ég því að það mætti auðveldlega gera þær aðgengilegar. Verðin mætti síðan birta sem vísitölu eða sem ‘körfur’ ef menn eru eitthvað feimnir við að sýna verð fyrir hverja vöru.

Koma svo – setja þetta upp!

🙂
MD


2 Comments

 1. Andri says:

  Hjartanlega sammála. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér sjálfur eftir að hafa lesið um rifrildi ASÍ o.fl. um þessi mál.

  Mér datt helst í hug að neytendur gætu tekið málin í eigin hendur og einfaldlega notað strikamerkjalesara (hægt að fá hugbúnað fyrir GSM síma) og myndavélar eða einfaldlega skanna inn kassanótur til að fá niður verðin.

  Ef búðirnar þora að gera þessar tölur aðgengilegar (XML kemur ofarlega í hugan) þá væri lítið mál að smíða vef ofan á þetta.

  Væri sérstaklega gaman ef fólk gæti raðað í sína eigin “körfu” þar sem þarfir einstaklinga eru nú misjafnir og ekki víst að þær vörur sem þú verslir séu ódýrastar þar sem karfa annara er ódýrust.

  Spurningin er… er vilji fyrir svona löguðu?

 2. mdr says:

  Þessi sem stofnuðu GSM Bensín hafa allavega sýnt að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það væri fáránlegt ef þessi frábæra hugmynd týndist í einhverri milli-stofnanna-pissukeppni.

Comments are now closed.