Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Pizzuvísitalan

Þegar ég var í Verzló í gamla daga vann ég mér inn vasapening með því að vinna hjá Jóni Bakan. Jón Bakan var með fyrstu pizzustöðunum á Íslandi sem buðu upp á heimsendingu. Eftir að vinna þarna tók það mig marga mánuði að losna við hvítlaukslyktina af fingrunum og mörg ár að langa i pizzu aftur.

En það situr enn í mér að hjá Jóni Bakan mátti fá 16″ með tveimur áleggstegundum á þúsundkall.

Og þessa vikuna eru ekki bara einn, heldur tveir pizzastaðir að bjóða pizzu með tveimur áleggstegundum á þúsundkall.

Verðbólga hvað?

Fyrir þá sem ekki eru sleipir í hugarreikningi (eða nógu kurteisir til að þykjast 😉 ) þá eru komin 18 ár síðan ég vann hjá Jóni Bakan. Á þeim tíma hefur neysluvísitalan farið úr 155 í 307. En 1000 kall dugir enn til að kaupa 16″ með tveimur áleggstegundum.

🙂
MD


2 Comments

 1. svenni says:

  Hver átti Jón Bakan ? Er hann ennþá lifandi ? Ég væri alveg til í eina pizzu frá honum 🙂

  Láttu mig endilega vita hver eigandinn var, langar aðeins að rifja upp Jón Bakan með honum.

  Kveðja,
  svenni

 2. maggadora says:

  Og enn gildir þetta, 2013:
  http://www.flickmylife.com/archives/31812

  Og vísitala neysluverðs komin í 412.

Your thoughts:

* Pretty please

Cancel Reply