Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Völin og kvölin

Tæp vika til kosninga. Enginn tilbúinn. Ekki framboðin, ekki kjósendur. ÖSE mætt ásvæðið. Mér fannst aldrei góð hugmynd að krefjast kosninga. Það eru breytingar breytinganna vegna. Og þeir sem taka við taumunum alveg jafn clueless og þeir sem halda dauðahaldi í þá. Ekkert hafist upp úr krafsinu nema tímaeyðsla þegar nóg er af verkefnum.

En ég þarf samt að kjósa. Það er ekki valmöguleiki í mínum huga að sitja heima. Ef ég ætla að búa í þessu samfélagi þá verð ég að taka þátt.

Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa. Það hef ég reyndar aldrei vitað með neinni vissu nema þegar ég kaus Íslandshreyfinguna í síðustu kosningum. En þeir eru horfnir (ég hef enga trú á að þeir hafi einhver ítök innan Samfylkingarinnar).

Svo enn stend ég frammi fyrir því að ákveða hvað ég geri í kjörklefanum.

Political compass
Þegar svona stendur á þá hef ég nokkrum sinnum leitað á náðir Political Compass til að skilja hvernig mitt áhugasvið liggur og það er mjög áhugavert að sjá hvernig skoðanir mínar hafa þróast í gegnum tíðina.

pc2004-2009

Ég er sem sagt vinstri sinnuð (og virðist verða vinstri sinnaðri með hverju árinu) og mjög fjálslynd (sem virðist líka aukast). Ég stefni óðum í að verða hippi.

Og þetta finnst mér mjög merkilegt því að ég held að ég sé hægri krati.

Political compass er náttúrulega bandarískt fyrirbæri og allir þeir sem ekki eru fylgjandi pjúra einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu eru taldir kommar í BNA þannig að ég veit ekki hvar evrópubúar myndu setja niður 0-ið á skalanum vinstri/hægri. Hinsvegar er ég svo langt inni á vinstra skalanum að ég verð að ég get varla hafnað því að ég sé að lágmarki miðjumoðari.

Það að ég sé frjálslyndari í ár en í fyrra er í sjálfu sér líka mjög undarlegt þar sem að ég finn á sjálfri mér að ég er hlynntari frekari takmarkönum í öllu okkar umhverfi en ég var í fyrra.

Ekki svaraði þessi æfing spurningu minni, þetta segir mér ekki hvað ég á að kjósa. Þannig að ég verð að beita öðrum aðferðum.

Útilokunaraðferðin
P og F koma ekki til greina. Foringi P er ekki til þess fallinn að auka á traust kjósenda þegar hann froðufellir í útvarpi og það er reyndar um nokkuð liðið síðan hann bauð af sér kjörþokka. Í F má finna marga helstu kverúlanta landsins en vegna þess að þeir eru í grunninn eins máls flokkur þá koma þeir ekki til greina.

B kemur heldur ekki til greina vegna þess að ég treysti því ekki að þeir hafi kastað af sér fortíðarklafanum. Það má vel vera að þar inn á milli séu ungir, kraftmiklir og heiðarlegir menn en vegna sögunnar þá verða þeir að vera enn gegnsærri og enn opinskárri en allir aðrir flokkar til að öðlast mitt traust.

Ótrúlegur hroki D síðustu vikur og skötu lík viðbrögð í haust gera það ómögulegt fyrir mig að kjósa flokkinn. Hvenær, ó hvenær, ætliði að klofna?? Marga stórkostlega hægri krata þekki ég í flokknum sem ég gjarnan vildi kjósa en þennan flokk er ekki hægt að kjósa.

Eftir standa:
V, S og O sem er skemmtilega í takt við niðurstöður Political Compass prófsins.

Völin og kvölin
Eftir sit ég með völina og kvölina. Ég vil endilega skoða þá möguleika sem við gætum átt innan ESB. En mér finnst Samfylkingin vera of mikið að daðra við meiri stóriðju.

Mér finnst freistandi að hrista upp í liðinu og setja alveg nýtt fólk inn á þing – þau eru orðin mjög nálægt 5%-unum. En um leið veit ég ekki hvort að liðsmönnum borgarahreyfingarinnar endist þol eða styrkur til að hafa áhrif.

Ég kann að meta heiðarleika og traust sem ég ber til frambjóðenda VG en ég er ósammála þeim í svo mörgum grundvallaratriðum (sbr. frjálslyndiseinkunn mína í Political Compass).

Ég hef enn 4 daga…
🙂
MD


1 Comment

  1. Bjarni says:

    Það eru ótrúlega margir í sömu sporum.

    Þegar ég kom út af Draumalandinu þá langaði manni bara að stofna nýja stjórnmálahreyfingu! [Ekki það að ég telji mig vænlegan pólitíkus]

    Miðað við nýjustu skoðanakönnun RÚV/MBL þá virðist fylgi Borgarahreyfingarinnar vera orðið það mikið að þeir nái nokkrum inn á þing. Það er kannski ekki mjög líklegt að þeir muni hafa mikil áhrif en maður getur vonað.

Your thoughts:

* Pretty please