Magga Dóra

Magga Dóra


User experience designer with background in psychology and computer science. Loves anything and everything that has to do with user behavior. Also loves travelling, photography and teaching. Please refer to her CV for details. One of the founders of Arctic Girl Geek Dinner - Tæknitátur.

Watch me at TEDx Reykjavik in 2009

Read more posts by Magga Dóra.

Portfolio and more information
My LinkedIn profile

Samlögun (Conformity)

Í sálfræðinni var ég alltaf heilluð af hlýðni og samlögunar rannsóknum (obedience/conformity) á borð við Milgram og Asch. Mér finnst heillandi hvernig hópurinn tekur stjórnina og einstaklingurinn glatar sjálfum sér.

Samlögun kemur fram á margan hátt og oft er hægt að nýta hana til að efla samvinnu í hóp. En stundum gengur hún yfir strikið, til dæmis í einelti.

Ástæðan fyrir því að þessar rannsóknir hafa verið mér hugleiknar undanfarið er lítið atvik sem við Hjálmar lentum í fyrir um 5 árum síðan. Ég var nýlega að átta mig á því hversu merkilegt það er.

Þannig var að Hjálmari vantaði flott jakkaföt. Við stefndum því á fína jakkafataverslun í bænum til að fá á hann smart og kúl jakkaföt sem hæfðu tilefninu.

Þegar þangað var komið mætti okkur þreytulegur starfsmaður sem dró fram þrenn jakkaföt í mismunandi gráum tón. Sannast sagna voru þessi jakkaföt frekar dull og karakterlaus. Við inntum starfsmanninn eftir því hvort ekki mætti fá jakkaföt með þó það væri ekki nema smákarakter.

Þá lifnaði nú heldur yfir okkar manni. Hann sannast sagna dansaði um búðina meðan hann dró fram allskonar jakkaföt. Brún og blá, teinótt og hreinlega röndótt, með litríkum saumum og með sauminn utan á. Meðan hann var að tína til flottu jakkafötin í búðinni varð honum á að viðurkenna fyrir okkur:

“Þegar ég reyni að sýna bankamönnunum þessi jakkaföt þá líta þeir á mig og segja:
Ef ég kæmi í þessu á fund þá myndi enginn taka mig alvarlega.

Á þeim tíma þótti okkur þetta aðallega sorglegt fyrir hönd bankamanna að vinna á svona þurrum og leiðinlegum vinnustöðum. En í ljósi þess sem síðar hefur gert þá fór ég að hugsa um samlögun.

Ef að þú þorir ekki að mæta á fund í brúnum jakkafötum þar sem hefðin er að vera í gráum jakkafötum, ertu þá mikið að fara að standa fyrir gagnlegri umræðu um fundarefnið? Er mikið um skoðanaskipti og gagnrýni á slíkum fundum?

Það er að fljóta upp á yfirborðið að mörgum fannst komin ólykt af starfsemi bankanna en enginn virtist vera reiðubúinn til að benda á að keisarinn væri nakinn.

Margir skólar hafa tekið upp prógram sem kennt er við Olweus, norskan sálfræðing. Þetta prógram á að stuðla gegn því að einelti þrífist í skólum með því að virkja þá sem horfa á. Að kenna þeim að standa upp og grípa inn í þegar þeim finnst eitthvað ekki rétt.

Kannski er þetta það merkilegasta sem við getum kennt börnunum okkar í dag. Að berast ekki með straumnum. Að það að horfa á og grípa ekki inn í felur í sér sömu ábyrgð og þeirra sem hrella og skelfa.

Þá kannski komum við í veg fyrir að þetta gerist aftur.

🙂
MD


2 Comments

  1. maggadora says:

    Einmitt! Snilldarfærsla hjá þér og sérstaklega gaman að sjá vídeóin 🙂

Your thoughts:

* Pretty please